Hvað þarf ég marga WiFi Magnara?
Gott er að miða við að þú þurfir einn WiFi magnara fyrir hverja 100 fermetra á heimilinu, en aðrir þættir eins og þykkir steypuveggir, stórar pottaplöntur, raftæki og fleira geta haft áhrif á WiFi dreifingu.
Einfaldast er að byrja á því að setja upp einn magnara og bæta svo við eftir þörfum, en þjónustuverið okkar þau getur einnig hjálpað þér að meta þarfir þínar og mælt með réttum fjölda fyrir heimilið.
Hvernig fæ ég sem mest út úr WiFi Magnaranum mínum:
- Að tengja magnara með snúru tryggir besta netið
- Forðastu að setja magnarann nálægt málmhlutum eða tækjum. Þessir hlutir geta truflað WiFi merki (örbylgjuofnar, ísskápar ofl.)
- Settu magnarann hátt upp og helst í mitt rýmið. Það mun hjálpa til við dreifingu á tengingunni
- Forðastu að setja WiFi Magnarann inn í skápa eða skúffur.
Hvað er í Heimilispakkanum?
Sjónvarpsþjónusta
Þrír straumar innifaldir sem þýðir að hægt er að horfa í þremur tækjum á sama tíma. Einnig er einn myndlykill innifalinn.
Netið
Endalaust gagnamagn og netbeinir fylgir með í pakkanum.
Sjónvarp Símans Premium
Öflug efnisveita með enska boltanum, úrvali nýrra og klassískra þáttaraða og kvikmynda með íslenskum texta.
Appið
Appið er aðgengilegt í snjallsímum, spjaldtölvum, Apple TV og Android TV.
14 erlendar stöðvar
DR1, SVT1, NRK1,VH1, History2 SD, Sky News, Food Network, Boomerang grunnur, Jim Jam, BBC Brit, Box hits, Travel, France 24,og National Geographic.
Endalaus heimasími
0 kr. í alla heimasíma og farsíma innanlands óháð kerfi. 0 kr. til Norðurlandanna og Norður-Ameríku.
10xGB í farsíma
Með Heimilispakkann og farsímaáskrift hjá Símanum fær fjölskyldan 10x meira gagnamagn á Íslandi ef hún er í áskrift/Þrennu.
Mögulegar viðbætur
Bættu við erlendum stöðvum á ódýrara verði, fjölgaðu myndlyklum og straumum svo hægt sé að horfa í fleiri tækjum samtímis.
Tengjumst á betra neti
Færslugjald bætist á reikning skv. verðskrá.