MacBook Air (M1, 2020) Inntaks-/úttaksborð

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Torx T3-skrúfjárn

  • Torx T5-skrúfjárn

  • USB-C hleðslukapall

Losun

  1. Notið T3 skrúfjárnið til að fjarlægja tvær T3 skrúfur (923-04003) úr tengihlíf inntaks-/úttaksspjalds.

  2. Fjarlægið tengihlíf inntaks-/úttaksspjalds og geymið fyrir samsetningu.

  3. Takið endann á sveigjanlegum kapli inntaks-/úttaksspjaldsins úr sambandi við tengið.

  4. Notið T5 skrúfjárnið til að fjarlægja tvær T5 skrúfur (923-03975) úr inntaks-/úttaksspjaldi.

  5. Haldið brúnunum á inntaks-/úttaksspjaldi og rennið því varlega út úr tengjunum.

Samsetning

  1. Stingið inntaks-/úttaksspjaldinu í topphulstrið.

  2. Notið T5 skrúfjárnið til að skrúfa tvær T5 skrúfur (923-03975) lauslega í inntaks-/úttaksspjald.

  3. Stingið báðum endum USB-C hleðslukapalsins í samband við tengin til að tryggja jöfnun inntaks-/úttaksspjalds. Stillið af inntaks-/úttaksspjaldið þar til auðvelt er að stinga innstungunni inn og fjarlægja hana.

    •  Hætta: Gangið úr skugga um að USB-C hleðslukapallinn sé ekki tengdur við rafmagnsinnstungu.

  4. Hafið USB-C hleðslukapal tengda við tengin. Notið svo T5 skrúfjárnið til að herða alveg tvær T5 skrúfurnar.

  5. Takið USB-C hleðslukapalinn úr sambandi úr báðum tengjum.

  6. Ýtið enda sveigjanlegs kapals inntaks-/úttaksspjaldsí tengið.

  7. Setjið tengihlíf inntaks-/úttaksspjalds enda sveigjanlega kapalsins.

  8. Notið T3 skrúfjárnið til að skrúfa tvær T3 skrúfur (923-04003) í tengihlíf inntaks-/úttaksspjalds.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

Birt: