Samstarfsaðilar

OiRA samfélagið samanstendur af stofnunum og fólki sem þróar OiRA tól. Það miðar að því að auðvelda þróun OiRA tóla með því að örva miðlun tóla, þekkingar og góðra starfshátta, stuðla að samvinnu, styrkja þau sambönd sem þegar eru til staðar innan samfélagsins og skapa ný.

Hverjir eru meðlimir í OiRA samfélaginu?

  • Aðilar vinnumarkaðarins á Evrópu- og landsvísu (vinnuveitenda- og launþegasamtök)
  • ESB og landsyfirvöld (ráðuneyti, vinnueftirlit, stofnanir á sviði vinnuverndar o.s.frv.)

Meðlimir samfélagsins eru í reglulegu sambandi við EU-OSHA, hittast einu sinni á ári til að deila upplýsingum og reynslu, og vinna saman með því að deila efni OiRA tóla, kynningarefni o.s.frv.


Vilt þú vera með í OiRA samfélaginu?

Allir meðlimir skuldbinda sig til að:

  • þróa OiRA tól eða aðlaga þau OiRA tól, sem þegar eru til, að sérstökum geirum og að innlendri löggjöf
  • endanotendur eigi hlut að máli (vinnuveitendur og starfsmenn ör- og smáfyrirtækja eða stofnana) til að tryggja að OiRA tólin mæti þörfum endanotenda (sér í lagi á prófunarstiginu)
  • uppfæra efni OiRA tólana reglulega
  • miðla OiRA tólum og, að svo miklu leyti sem unnt er, aðstoða endanotendur
  • vinna saman með Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og gefir umsögn um tólaskaparann, efnið og dreifingarmódelið
  • taka þátt í mati á OiRA verkefninu (sem er stjórnað af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA))
  • deila OiRA tólunum sem þeir þróa, sem og þeirri reynslu og þekkingu sem þeir öðlast í ferlinu, með öðrum meðlimum OiRA samfélagsins.

Vilt þú vera með í OiRA samfélaginu?

  • Það er almennt samkomulag um að þörf er á samstarfi á vettvangi ESB um þróun á áhættumatstólum, einkum í samhengi við efnahagskreppu og takmörkuð fjárráð.
  • Sameiginleg verkefni og úrræði á vettvangi ESB: Meðlimir OiRA samfélagsins byggja á því sem aðrir meðlimir eru að gera eða hafa þegar þróað.
  • OiRA hlúir að samstarfi á milli meðlima og rannsakenda OiRA samfélagsins á vettvangi ESB og á landsvísu.
  • Verkefnið byggir brýr, styrkir samstarf og kemur á laggirnar nýjum leiðum til að skiptast á upplýsingum.

Vilt þú vera með í OiRA samfélaginu?

Ef þú ert aðili vinnumarkaðarins eða ríkisstofnun eða yfirvald og þig langar að taka þátt í OiRA, þá bjóðum við þér að fyrst að lesa OiRA samkomulagið, sem er grundvöllur samvinnu við Vinnuverndarstofnun ESB (EU-OSH) (og sem allir meðlimir OiRA samfélagsins þurfa að undirrita). Ef þú hefur áhuga, þá vinsamlegast hafðu samband við landstengilið til að láta vita.

Hvað varðar samstarfsstefnu OiRA, þá eru stofnanir ESB og aðildarríki ESB í forgangi. Fyrir ríki og stofnanir utan ESB, þá býður Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) upp á frítt niðurhal á OiRA tólaskapara (vefhugbúnaður til að þróa áhættumatstól).

Vinsamlegast hafið í huga:

  • Að nota þennan hugbúnað krefst þekkingar á Síma
  • Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) er stöðugt að uppfæra hugbúnaðinn.
  • Frumkóði OiRA hugbúnaðarins er veittur samkvæmt almenningsleyfi (e. General Public License).