European Commission logo
Búa til notendanafn
Hægt er að velja fleiri leitarorð með því að nota kommu á milli orða

EPALE - Electronic Platform for Adult Learning in Europe

Um

EPALE er fjöltyngt, evrópskt samfélag með opinni þátttöku fyrir sérfræðinga í fullorðinsfræðslu, þar á meðal kennara og þjálfendur á sviði fullorðinsfræðslu, námsráðgjafa og stuðningsstarfsfólk, rannsóknar- og fræðafólk, sem og stefnumótunaraðila.

EPALE fær fjármagn frá Erasmus+ áætluninni. Vefsvæðið er hluti af áætlun Evrópusambandsins um að efla námstækifæri fyrir fullorðið fólk.

EPALE styður við það markmið með því að styrkja fullorðinsfræðslusamfélagið. Vefsvæðið gerir notendum kleift að tengjast og læra af kollegum í Evrópu, gegnum bloggfærslur, umræðuborð, verkfæri til að leit að samstarfsaðilum, ráðstefnur og fleira.

EPALE býður upp á mikið úrval af hágæða upplýsingum sem nýtast þeim sem starfa að fullorðinsfræðslu. Með tímanum munu meðlimir vefsvæðisins eiga mun meira af því efni sem birtist á vefsvæðinu. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengst EPALE samfélaginu.

EPALE er með öfluga ritstjórnarstefnu sem er miðuð að fullorðinsfræðslusamfélaginu. Við viljum að allir notendur okkar upplifi að þeir séu velkomnir á vefsvæðinu og geti treyst þeim upplýsingum sem þar birtast. Þú getur lesið yfirlýsingu okkar um ritstjórnarstefnu okkar í heild sinni hér (krækja vísar út fyrir vefinn) (PDF, 305 KB).

Daglegur rekstur EPALE er í höndum miðlægrar stoðþjónustu með aðstoð 37 stoðþjónuststofnanna í löndum í Evrópu. Við viljum fá þig til liðs við okkur við að þróa EPALE til að vefsvæðið geti uppfyllt væntingar og veitt fullorðinsfræðslusamfélaginu allt sem þörf er á til að fylgjast með þróun fullorðinsfræðslu í Evrópu.

Skráðu þig núna og taktu þátt í stærsta samfélagi í Evrópu á sviði fullorðinsfræðslu!

EPALE er fjármagnað af Erasmus+ áætluninni gegnum Framkvæmdastofnun Evrópu fyrir mennta og menningu. Þú getur haft samband við DG EAC á eac-epale@ec.europa.eu (krækja á netfang) eða í bréfpósti á:

European Commission

DG Education, Youth, Sport and Culture

EACEA A2 - Erasmus+: Platforms, Skills and Innovation

Office SPA2 03/100

Avenue du Bourget1

BE - 1049 Brussels/Belgium

Athugaðu: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber ekki ábyrgð á þeim fréttum, skoðunum og úrræðum sem birt eru á vefsvæði EPALE.